Innlent

Fullveldishátíð Hríseyjar haldin um næstu helgi

Úr Hrísey
Úr Hrísey Mynd/Anna Tryggvadóttir

Fullveldishátíðin í Hrísey verður haldin hátíðlega um næstu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin en hún var upphaflega haldin árið 1997 til að fagna því að tillaga um sameiningu Hríseyjar og Dalvíkur var felld. Eins og áður munu hátíðargestir fá sérstaka passa og gerast hríseyskir ríkisborgarar á meðan á dvöl þeirra stendur en Hríseyingar lýsa yfir sjálfstæði frá Íslandi þessa helgi ársins. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og gert ráð fyrir að um fjögur þúsund manns sæki eyjuna heim að þessu sinni. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni fyrir alla fjölskylduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×