Innlent

Vel sótt sýning

Steinunn Sigurðardóttir.
Steinunn Sigurðardóttir. Mynd/Hari

Sýning á hönnun Steinunnar Sigurðardóttir vakti mikla athygli á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn en sýningin er ný nýafstaðin.

Sýningunni lauk níunda júlí síðastliðinn en hún þótti takast mjög vel og var vel sótt. Steinunni Sigurðardóttir er einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún stundaði nám við Parsons School of Design í New York þar sem hún bjó í 13 ár og starfaði meðal fremstu fatahönnuða heims. Eftir nám vann Steinunn með Carmelo, Ralph Lauren, Calvin Klein og Tom Ford sem var aðal hönnuður hjá Gucci. Eftir fimm ára vinnu hjá Gucci hóf Steinunn störf hjá La Perla sem yfirhönnuður og eftir tveggja ára vinnu hjá þeim ákvað hún að snúa sér að sinni eigin fatahönnun. Hún hefur nú hannað sína eigin tískulínu síðastliðin fimm ár. Sýningin á Norðurbryggju spannar heildarferil Steinunnar en sýningin var áður sýnd í Gerðubergi fyrr á þessu ári. Þar mátti sjá teikningar af hönnun Steinunnar, myndbandsupptökur frá tískusýningum, úrklippur úr tískublöðum og margt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×