Innlent

Stærsta seglskip í heimi

MYND/ Af heimasíðu Sedov

Stærsta seglskip í heimi, rússneska skólaskipið Sedov, kom til hafnar í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun.

Skipið er um 118 metrar á lengd. Það hefur fjögur möstur en samanlagt flatarmál segla þess er um fjórir ferkílómetrar. Skipið er rekið af tækniháskólanum í Murmansk. Það er skipað 50 manna áhöfn en að auki eru um borð yfir eitt hundrað kadettar.

Það var tignarleg sjón að sjá Sedov læðast inn í Reykjavíkurhöfn í morgun í sól og blíðu og eflaust hafa kadettarnir verið fegnir að fá að stíga á fast land. Skipið verður til sýnis almenningi á morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×