Erlent

Beitir neitunarvaldi

MYND/AP

Búist er við að Bush Bandaríkjaforseti beiti neitunarvaldi gegn lögum um að veita auknu fjármagni úr ríkiskassanum til stofnfrumurannsókna úr fósturvísum.

Bandaríska öldungaþingið samþykkti lögin með miklum meirihluta en Bush er, eins og margir aðrir repúblikanar, mótfallinn því af siðferðisástæðum að menn rækti stofnfrumur úr fósturvísum. Skoðanakannanir hafa hins vegar sýnt að langflestir Bandaríkjamenn leggja blessun sína yfir rannsóknirnar, sem læknar vonast til að geti hjálpað sjúklingum með sjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×