Innlent

Bensínverð hækkar

Bensínlítrinn hér á landi færi yfir 140 krónur, ef verðið væri látið fyglja hækkuninni á Rotterdammarkaði í gær.

Þá fór verðið á tonninu upp í rúmleg 811 dollara og hefur aldrei farið jafn hátt í dollurum talið. Það er 212 dollurum hærra verð en í janúar, þegar útsöluverð með þjónustu hér á landi var 115 krónur og 60 aura. Mað sömu útrekiningum, að teknu tilliti til gengis krónu gagnvart dollar, ætti verðið nú að vera komið upp í 140 krónur, en var í fyrradag hækkað upp í tæpar 138 krónur. Það má því segja að umþaðpbil tveggja króna undirliggjandi hækkun sé í spilunum, ef heimsmarkaðsverðið lækkar ekki.

Atlantsolía, OB og Orkan hafa öll hækkað bensín og gasolíuverð eins og stóru félögin Essó, Skeljungur og Olís hafa þegar gert. Bensínverð hjá félögunum er rúmlega 131 króna, sem er umþaðbil þremur krónum lægra en hjá hinum félögunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×