Innlent

Ósáttur við ummæli forsætisráðherra

Mynd/ÞÖK

Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist fullviss um að lækkum á sköttum og álagningu á matvælum muni skila sér til neytenda. Hann er ósáttur við ummæli forsætisráðherra um að verslunin gætu tekið slíkar lækkanir til sín.

Sérstök nefnd um matvælaverð sem Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, skipaði í ráðherratíð sinni, skilaði nýverið skýrslu um leiðir til að lækka verð á matvælum. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni þannig að formaður hennar skilaði skýrslunni í eigin nafni til forsætisráðherra. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að virðisaukaskattur á matvælum verði lækkaður og samrýmdur. Þá verði innflutningsgjöld á matvælum einnum lækkuð.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gær að hann óttaðist að verslunin myndi ein hagnast með slíkum aðgerðum, sem muni ekki skila sér til neytenda. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ósáttur við ummæli forsætisráðherra.

Sigurður bendir á að í nýju matvælaskýrslunni komi fram að þegar tollar á grænmeti hafi verið lækkaðir og virðisaukaskattur á matvæli hafi verið lækkaður úr 24 prósentum í 14, þá hafi það skilað sér til viðskiptavina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×