Erlent

Sökuð um morð eftir fellibylinn Katrínu

Læknir og tveir hjúkrunarfræðingar hafa verið handtekin, sökuð um morð á fjórum sjúklingum á spítala í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu. Grunur leikur á að fjölmargir eldri borgarar hafi verið látnir afskiptalausir á hjúkrunarheimilum eftir fellibylinn.

Lækninum og hjúkrunarfræðingunum er gefið að sök að hafa dælt stórum skömmtum af morfíni og öðrum lyfjum í eldri borgara, í ringulreiðinni eftir fellibylinn og stungið svo af og skilið fólkið eftir en sjálf segjast þau höfð fyrir rangri sök. Málið vekur upp sígildar deilur um réttmæti líknardráps, en sækjendur segja málið ekkert eiga skilt við það hugtak.

Þetta er fyrsta heilbrigðisstafsfólkið sem er ákært eftir fellibylinn Katrínu, en grunur leikur á að fjölmargt eldra fólk hafi látið lífið vegna vanrækslu eftir fellibylinn.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×