Innlent

Kvartað undan vopnaleit Securitas á farþegum

Öryrkjabandalagið kvartar undan því við Flugmálastjórn að starfsmenn Securitas, en ekki þrautþjálfaðir lögreglumenn, sjái um vopnaleit á hreyfihömluðum farþegum.

Fjöldi kvartana hefur borist sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og Landssambandi lögreglumanna eftir að vopnaleit á komufarþegum frá Bandaríkjunum var falin einkaaðilum. Starfsmenn Securitas og Öryggismiðstöðvarinnar ganga nú í þau störf sem hingað til hafa verið í höndum lögreglunnar. Í gær sendi Öryrkjabandalag Íslands bréf til flugmálastjórnar eftir að kvartanir bárust félaginu um að ekki hefði rétt verið rétt að verki staðið við vopnaleit á fötluðum einstaklingum. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir líkamsleit á fötluðum krefjast sérþekkingar og eigi því að vera á hendi fagmanna.

Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar segir manneklu ástæðuna fyrir því að gengið var til samninga við einkafyrirtæki. Nú síðdegis í dag sendu Vinstri grænir frá sér ályktun þar sem einkavæðingu á almennum öryggishagsmunum er mótmælt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×