Erlent

Segir fjölda morða flokkast undir stríðsglæpi

Enn bíða tugþúsundir manna eftir að verða fluttir frá Líbanon.
Enn bíða tugþúsundir manna eftir að verða fluttir frá Líbanon.

Mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi morða í Líbanon, Ísrael og Palestínu gæti flokkast undir stríðsglæpi. Erindrekar Sameinuðu þjóðanna leggja nú til að líbanskir hermenn verði sendir til Suður-Líbanons til að freista þess að stöðva bardaga milli skæruliða Hisbollah og ísraelskra hermanna. Ehud Olmert segir hernaðinn muni halda áfram eins lengi og nauðsynlegt er til þess að knésetja Hisbollah. Dagurinn í gær var sá alblóðugasti frá upphafi árásanna fyrir níu dögum síðan, alls létust 64 í Líbanon og fjórir í Ísrael. Þá létust 15 Palestínumenn í átökum við Ísraelska hermenn á Gaza og Vesturbakka Jórdanar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×