Íbúðalán viðskiptabankanna hafa dregist saman um 75% síðustu tuttugu mánuðina. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins námu þau röskum 34 milljörðum króna þegar mest var í október árið 2004, en sú tala var fallinn niður í 7,5 milljarð í maí síðastliðnum. Fasteignaverð snar hækkaði þegar bankarnir hófi innreið sína á húsnæðislánamarkaðinn, en nú spá greiningadeildir bankanna allt að tíu prósetna raunlækkun á húsnæði.
