Erlent

Hitabylgja verður mönnum að aldurtila

Það er fátt betra en að kæla sig í sundi þegar heitt er í veðri.
Það er fátt betra en að kæla sig í sundi þegar heitt er í veðri. Mynd/AP

Hitamet falla nú víða um Evrópu og hefur hitinn orðið nokkrum Evrópubúum að aldurtila. Segja heilbrigðisyfirvöld víða um Evrópu að hitabylgjan nú sé farin að minna á alræmda hitabylgju sumarið 2003 þegar í það minnsta 20 þúsund manns létust í Evrópu af völdum hitaslags og ofþornunar. Nú er fólk þó hvatt til að læra af reynslunni: halda sig í skugganum eða loftkældum rýmum og drekka ríflega af vatni. Franski orkurisinn EDF hefur nú þurft að draga úr framleiðslu í kjarnorkuverum sínum og hefur beðið stærstu viðskiptavini sína að draga úr rafmagnsnotkun. Ítölsk bændasamtök hafa áhyggjur af uppskerunni þetta sumarið og segja þetta verstu þurrkatíð í áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×