Innlent

Heimsmeistarakeppnin í Mýrarfótbolta haldin í níunda sinn

Frá Mýrarfótboltamótinu á Ísafirði í fyrra.
Frá Mýrarfótboltamótinu á Ísafirði í fyrra. Mynd/Páll Önundarson

Heimsmeistaramótið í Mýararfótbolta var haldið í níunda sinn í Hirinsalmi í Finnlandi um síðustu helgi. Lítið var þó um leðjuna að þessu sinni sökum rigningarleysis og því voru keppendur snyrtilegri nú en oft áður.

Finna eru þekktir fyrir ýmsar furðulegar keppnir og Mýrarfótboolti er ein þerra en þetta spaugilega sport er upprunnið í Finnlandi. Upphafsmönnum hans hefur eflaust ekki órað fyrir um hversu vinsæll mýrarfótboltinn þegar þeir héldu fyrsta mótið árið 1998 þegar um 15 lið kepptu á mótinu. Að þessu sinni kepptu 278 lið í fimm deildum og nú svo komið að ekki komast fleiri lið á mótið. Talið er að um 30.000 manns hafi sótt mótið í ár. Bjórinn er vinsælasti drykkurinn á mótinu og um fjögur til fimm þúsund lítrar af bjór seljast yfir helgina en þá eru ótalið þeir þúsundir lítra bjórs sem keppendur taka sjálfir með sér á mótið.

Þess má til gamans geta að Mýrarfótboltamót verður haldið í þriðja sinn á Ísafirði dagana 11. til 13. ágúst næstkomandi. Líklega verður drullan þó meiri þar en í Finnlandi og keppendur forugir upp fyrir haus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×