Innlent

Deloitte & Touche gerir stjórnsýsluúttekt á Strætó

Mynd/Valgarður Gíslason

Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið Deloitte & Touche hefur verið ráðið til að gera stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. Stefnt er að því að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir í september.

Í yfirlýsingu frá Strætó bs. segir, að þar sem að í stofnsamningi, sem gerður var 2001, sé kveðið á um að samninga skuli endurskoða innan fimm ára, skuli nú hefja endurmat á samningnum. Áður en sú vinna fer fram mun Deloitte & Touche vera fengið til að gera rekstrar- og stjórnunarúttekt á fyrirtækinu út frá þeim markmiðum sem sett voru fram við stofnun félagsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×