Leggjast yfir gögn Ríkiskaupa 20. júlí 2006 19:45 Stjórnendur Atlantsolíu fengu í dag afhent gögn um samning sem Ríkiskaup gerðu við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíu fyrir ríkið. Forstjóri Ríkiskaupa vonar að það verði ekki til að veikja samkeppnisstöðu annarra olíufélaga í útboði í haust, þótt hann hafi neyðst til að láta pappírana af hendi. Framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Atlantsolíu voru sigurreifir þegar þeir komu að húsakynnum Ríkiskaupa í hádeginu, í bíl kyrfilega merktum Atlantsolíu. Þeir voru þangað komnir til að sækja gögn um samning Ríkiskaupa við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíum fyrir ríkið. Ríkiskaup höfnuðu beiðni Atlantsolíu um aðgang að skjölunum en úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði í gær að forsvarsmenn félagsins skyldu fá gögnin í hendur sínar. Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir að nú verði lagst í þau gögn sem þeir fengu afhent. Hann segir þetta vissulega geta styrkt stöðu félagsins í útboði Ríkiskaupa í haust en aðalmálið sé að athuga hvort félagið geti boðið stjórnvöldum betri samning en það hefur notið síðustu ár. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að ekki hafi annað komið til greina en að afhenda gögnin eftir að úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði að það skyldi gert. Hann segir þó að í gögnunum komi margt fleira fram en verð, þar sé meðal annars fjallað um hugmyndir að þjónustu sem skyldi veita, og því geti þetta orðið til að veikja stöðu annarra olíufélaga í komandi útboði. Júlíus vonar þó að svo verði ekki. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Stjórnendur Atlantsolíu fengu í dag afhent gögn um samning sem Ríkiskaup gerðu við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíu fyrir ríkið. Forstjóri Ríkiskaupa vonar að það verði ekki til að veikja samkeppnisstöðu annarra olíufélaga í útboði í haust, þótt hann hafi neyðst til að láta pappírana af hendi. Framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Atlantsolíu voru sigurreifir þegar þeir komu að húsakynnum Ríkiskaupa í hádeginu, í bíl kyrfilega merktum Atlantsolíu. Þeir voru þangað komnir til að sækja gögn um samning Ríkiskaupa við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíum fyrir ríkið. Ríkiskaup höfnuðu beiðni Atlantsolíu um aðgang að skjölunum en úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði í gær að forsvarsmenn félagsins skyldu fá gögnin í hendur sínar. Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir að nú verði lagst í þau gögn sem þeir fengu afhent. Hann segir þetta vissulega geta styrkt stöðu félagsins í útboði Ríkiskaupa í haust en aðalmálið sé að athuga hvort félagið geti boðið stjórnvöldum betri samning en það hefur notið síðustu ár. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að ekki hafi annað komið til greina en að afhenda gögnin eftir að úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði að það skyldi gert. Hann segir þó að í gögnunum komi margt fleira fram en verð, þar sé meðal annars fjallað um hugmyndir að þjónustu sem skyldi veita, og því geti þetta orðið til að veikja stöðu annarra olíufélaga í komandi útboði. Júlíus vonar þó að svo verði ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira