Innlent

Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra

Mynd/Gunnar V. Andrésson

Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra og er því 116 milljónir lítra. Ef allt fer sem skyldi er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, en þá var hún 120 milljónir lítra. Þetta kemur fram í reglugerð um greiðslumark mjólkur verðlags árið 2006-2007. Á vef Landssambands kúabænda segir að samkvæmt mjólkursamningnum séu beingreiðslur ársins 3.465.000.000 kr. að viðbættri verðtryggingu samkvæmt vísitölu neysluverðs, m.v. grunnvísitölu 230. Vísitala júlímánaðar eru 47,67%; B-greiðslur eru 35,45%; C-greiðslur eru 16,88%. Fyrirkomulag C-greiðslna er að 16/30 greiðslumarksfjárhæðarinnar skal greiða út á innlegg mánaðanna nóvember til og með febrúar, 4/30 fyrir innlegg septembermánaðar, 2/30 fyrir október, 3/30 fyrir júlí og 5/30 fyrir ágúst.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×