Innlent

Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins úr sögunni

Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins var úr sögunni í dag þegar

Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um að hafa blekkt stjórn Baugs í kaupum á 10 -11 verslununum og hagnast sjálfur um 200 milljónir króna.



Í þessum ákærulið sem Hæstiréttur henti útaf borðinu endanlega í dag var Jón Ásgeir sakaður um að hafa látið Baug greiða yfir 300 milljónum meira fyrir verslandi 10-11 en hann sjálfur greiddi. Hann er sem sé sakaður um að hafa stungið í vasann 200 milljónum á þesum viðskiptum.

Þessi ákæruliður er þá búinn að fara tvo hringi í dómskerfinu, og verið tvívegis vísað frá í héraðsdómi og Hæstarétti. Það sem enn er eftir af Baugsmálinu eru átján ákæruliðir sem snúa meðal annnars að rekstri skemmtisnekkjunnar thee Viking og meintum svikum vegna bílainnflutnings, svo eitthvað sé nefnt. Þar eru ákærðir Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Efnisdómar í þessum þáttum málsins bíða til vetrarins en stærsti þáttur málsins er endanlega útaf borðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×