Innlent

Vistaskiptin ekki tengd valdaskiptum í ráðhúsi Reykjavíkur

Helga Jónsdóttir hverfur úr æðstu embættismannastjórn Reykjavíkurborgar og verður næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hún segir vistaskiptin ekki tengjast valdaskiptunum í ráðhúsi Reykjavíkur.

Fyrir vorkosningarnar voru Eskifjörður, Reyðarfjörður og Norðfjörður kjarnarnir í Fjarðarbyggð. En í vor sameinuðust Austurbyggð, það er Fáskrúðsfjörður og Stövðarfjörður, Mjóifjörður og Fáskrúðsfjarðarhreppur, í fjölskylduna.

Í Fjaðrabyggð eru nú 4000 íbúar, að vísu eru þeir nú um stundir á sjötta þúsund vegna framkvæmda við álver Alcoa.

Helga var áður borgarritari í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og var almennt talin henni handgengin. En það hafa verið gerðar skipulagsbreytingar á stjórnkerfi borgarinnar og nú í sumarbyrjun tóku nýjir valdsmenn við stjórnartamunum. Það tengist ekki vistaskiptum Helgu, að hennar sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×