Sport

Chelsea bíður eftir ásættanlegu tilboði í Crespo

Crespo segir að peningar skipti sig engu máli  -hann vill aðeins komast aftur til Ítalíu
Crespo segir að peningar skipti sig engu máli -hann vill aðeins komast aftur til Ítalíu NordicPhotos/GettyImages

Úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem það áréttar að argentínski framherjinn Hernan Crespo sé samningsbundinn félaginu næstu tvö ár og verði því ekki seldur nema fyrir ásættanlegt fé. Crespo tjaldar öllu til að fá að fara aftur til Ítalíu, en segist mjög þakklátur forráðamönnum og stuðningsmönnum Chelsea.

"Mér hefur verið boðið gull og grænir skógar fyrir að halda áfram að spila með Chelsea, en ég vil ljúka ferlinum á Ítalíu í mínu eðlilega umhverfi. Ég er afar þakklátur öllum hérna hjá Chelsea sem komið hafa fram við mig eins og kóng þann tíma sem ég hef verið hérna, en ég verð að komast aftur til Ítalíu," sagði Crespo, sem finnur sig alls ekki á Bretlandseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×