Sport

Loksins framlengir Barton við City

Joey Barton hefur loksins skrifað undir hjá Manchester City eftir langa mæðu
Joey Barton hefur loksins skrifað undir hjá Manchester City eftir langa mæðu NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Joey Barton hefur nú loksins framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Samningaviðræður milli umboðsmanns hans og forráðamanna félagsins hafa staðið yfir í óratíma og á einum tímapunkti fór leikmaðurinn fram á að verða seldur.

Hinn 23 ára gamli Barton hefur nú undirritað nýjan fjögurra ára samning við félagið og þá hefur hinn 18 ára gamli varnarmaður Micah Richards einnig samið við City til ársins 2010.

"Ég sagði alltaf að ef félagið hefði metnað og fengi til sín sterka leikmenn, yrði ég áfram í röðum þess. Nú hefur þetta gengið eftir og ég stend við orð mín," sagði hinn skapheiti Barton. Stuart Pearce, stjóri City, sagði nýja samninginn við Barton gleðitíðindi fyrir félagið og undirstrikaði að hann hefði tekið hárrétta ákvörðun með því að kjósa að vera áfram í herbúðum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×