Viðskipti erlent

Studdu gjaldþrot Yukos

Steven Theede, fyrrum forstjóri Yukos.
Steven Theede, fyrrum forstjóri Yukos. Mynd/AFP

Meirihluti lánadrottna rússneska olíufyrirtækisins Yukos voru fylgjandi því á fundi þeirra í dag að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Líkur eru á að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í gríðarmiklar skuldir Yukos við rússneska ríkið og ríkisolíufyrirtækið Rosneft.

Eigendur Yukos, sem eitt sinn var stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, reyndu fram á síðustu stundu að koma í veg fyrir gjaldþrot og fá lánadrottna til að styðja hagræðingu í rekstri fyrirtækisins.

Steven Theede, fyrrum forstjóri fyrirtækisins, sagði starfi sínu lausu í síðustu viku á þeim forsendum að fundur lánadrottnanna væri leiksýning. Hefðu þeir engan áhuga á hagræðingu í rekstri fyrirtæksins og hefði verið fyrirfram ákveðið að fara gjaldþrotaleiðina.

Heildarskuldir Yukos námu jafnvirði tæpra 2.000 milljarða íslenskra króna en eftirstandandi skuldir fyrirtækisins nema nú um 1.200 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×