Sport

Sagður í hópi fjárfesta sem hafa áhuga á Aston Villa

Sven-Göran Eriksson
Sven-Göran Eriksson NordicPhotos/GettyImages

Athole Still, umboðsmaður sænska þjálfarans Sven-Göran Eriksson, er sagður vera í samstarfi við hóp fjárfesta sem íhuga nú að gera kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa. Kaupsýslumaðurinn Michael Neville gerði formlegt tilboð í félagið í gær, en sagt er að ameríski auðkýfingurinn Randy Lerner sé hættur við að gera tilboð.

Eriksson er nú atvinnulaus eftir að hann hætti með enska landsliðið, en hann sagði af sér eftir að hafa verið leiddur í gildru af slúðurblaðinu News of the World á sínum tíma. Þar kom m.a. fram að Eriksson hefði áhuga á að fara í samstarf við menn sem hefðu hug á að kaupa Aston Villa og bauðst sá sænski til að taka við stjórn liðsins í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×