Kjósa í fyrsta sinn 27. júlí 2006 19:11 25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Sjá meira
25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Sjá meira