Sport

Carrick til United í dag?

Michael Carrick er sagður á leið til Manchester United
Michael Carrick er sagður á leið til Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Breska sjónvarpið fullyrðir að enski landsliðsmaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham muni ganga í raðir Manchester United í dag. United hefur lengi haft augastað á leikmanninum og talið er að salan á Ruud Van Nistelrooy til Real Madrid verði til þess að United geti gengið frá kaupunum á Carrick undir eins, en talið er að Tottenham vilji fá allt að 20 milljónum punda fyrir miðjumanninn.

Michael Carrick þótti spila einstaklega vel á síðustu leiktíð og hefur Manchester United ekki farið leynt með áhuga sinn á að fá hann til liðs við sig. United gerði 10 milljón punda tilboð í Carrick á meðan HM stóð yfir, en því tilboði var neitað með þeim skilaboðum að tvöfalt hærra tilboð væri nær lagi.

Forráðamenn Tottenham neita alfarið að tjá sig um málið, en hafa gefið það út að Carrick sé ekki til sölu. Það á þó eflaust eftir að reyna á það ef Manchester United kemur með hærra tilboð í leikmanninn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×