Innlent

Fimm í haldi í strippbúllustríði

MYND/E.Ól.
Að sögn Harðar Jóhannessonar, hjá lögreglunni í Reykjavík, barst beiðni um aðstoð frá starfsfólki Bóhem, sem er strippstaður á Grensásvegi, laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Hópur manna hafði komið sér fyrir inni á staðnum, hleypt gestum út en meinað starfsfólki að yfirgefa staðinn. Það má því segja að hópurinn hafi haldið starfsfólki Bóhem í gíslingu. Samkvæmt heimildum NFS erinn af þeim sem er í haldi lögreglunnar er Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger í Kópavoginum. Hann hefur átt í deilum við eigandi Bóhem sem rekja má til fyrrverandi dyravarðar á Goldfinger sem starfar nú á Bóhem. Hefur verið talað um strippbúllustríð í því samhengi. Aðgerð lögreglunnar í nótt var viðamikil og þótti ástandið á skemmtistaðnum þannig að sérsveitin var kölluð til aðstoðar lögreglunni. Hörður Jóhennsson segir mennina fimm enn í haldi. Yfirheyrslur munu fara fram í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×