Sögusigling með Húna II 2. ágúst 2006 17:15 Steini Pje segir frá og fer yfir sögu bátsins Hollvinafélagið Húni II, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, mun á næstunni bjóða upp á þrjár sögusiglingar um Eyjafjörð með eikarbátnum Húna II. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina miðvikudaginn 9. águst nk. kl. 19:30 og svo næstu tvo miðvikudaga þar á eftir. Áætlað er að hver ferð taki um það bil eina og hálfa klukkustund en sigldur verður smá hringur um fjörðinn, út undir Svalbarðseyri og tilbaka. Hörður Geirson frá Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húna II, segir að Húni hafi verið opinn í sumar á milli kl. 13 og 18 og að fjölmargir hafi komið um borð til að skoða bátinn og fara í stutta siglingu um pollinn. Um ferðirnar þrjár í ágúst segir Steini Pje að áhugi á bátnum hafi verið það mikill að Hollvinafélaginu hafi fundist tilvalið að bjóða upp á aðeins lengri siglingu en áður. "Þetta er kjörið tækifærið til að skoða fjörðinn okkar frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Hörður Geirson starfsmaður á Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Í lok hverrar ferðar geta þeir sem vilja dýft færi og sjó og rennt fyrir fisk, en Húni er vanur frá fyrri tíð að fá fisk um borð því hann var gerður út til fiskveiða í 30 ár og hafði á þeim tíma borið að landi yfir 32.000 tonn af sjávarfangi af öllum gerðum," segir Steini Pje. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem ber vitni um hagleik og handverk eyfirskra skipasmiða, en hann var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1963 rétt áður en smíði slíkra tréskipa var hætt. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. Í mars síðastliðnum færði Hollvinafélag Húna II Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf þennan tæplega 26 metra langa bát, sem gerður var út til fiskveiða í 30 ár. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá þar sem talið var að hann hefði lokið hlutverki sínu. Ákvörðun var tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu, en Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir föluðust eftir bátnum og höfðu hug á að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi, en Þorvaldur þekkti til bátsins frá því hann var smíðaður. Mikil vinna fór í að fá niðurfelldar eyðingarkröfur sem hvíldu á bátnum og var Húni II skráður aftur á skipaskrá 1995. Veturinn 1995-96 kviknaði sú hugmynd að gera Húna II að skemmtibát til dæmis fyrir sjóstangveiði og hvalaskoðun og hefur hann verið notaður sem slíkur síðan 1997. Fyrsta árið voru ferðirnar farnar frá Skagaströnd, en síðan 1997 frá Hafnarfirði. Rekstri bátsins var hætt haustið 2004 og báturinn seldur til Akureyrar þar sem hann er nú varðveittur sem safngripur í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Hollvinafélagið Húni II, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, mun á næstunni bjóða upp á þrjár sögusiglingar um Eyjafjörð með eikarbátnum Húna II. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina miðvikudaginn 9. águst nk. kl. 19:30 og svo næstu tvo miðvikudaga þar á eftir. Áætlað er að hver ferð taki um það bil eina og hálfa klukkustund en sigldur verður smá hringur um fjörðinn, út undir Svalbarðseyri og tilbaka. Hörður Geirson frá Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Þorsteinn Pétursson, sem er í forsvari fyrir Hollvinafélagið Húna II, segir að Húni hafi verið opinn í sumar á milli kl. 13 og 18 og að fjölmargir hafi komið um borð til að skoða bátinn og fara í stutta siglingu um pollinn. Um ferðirnar þrjár í ágúst segir Steini Pje að áhugi á bátnum hafi verið það mikill að Hollvinafélaginu hafi fundist tilvalið að bjóða upp á aðeins lengri siglingu en áður. "Þetta er kjörið tækifærið til að skoða fjörðinn okkar frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Hörður Geirson starfsmaður á Minjasafninu verður með í för og mun fara yfir ýmsa þætti úr sögunni. Í lok hverrar ferðar geta þeir sem vilja dýft færi og sjó og rennt fyrir fisk, en Húni er vanur frá fyrri tíð að fá fisk um borð því hann var gerður út til fiskveiða í 30 ár og hafði á þeim tíma borið að landi yfir 32.000 tonn af sjávarfangi af öllum gerðum," segir Steini Pje. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem ber vitni um hagleik og handverk eyfirskra skipasmiða, en hann var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1963 rétt áður en smíði slíkra tréskipa var hætt. Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. Í mars síðastliðnum færði Hollvinafélag Húna II Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf þennan tæplega 26 metra langa bát, sem gerður var út til fiskveiða í 30 ár. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá þar sem talið var að hann hefði lokið hlutverki sínu. Ákvörðun var tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu, en Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir föluðust eftir bátnum og höfðu hug á að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi, en Þorvaldur þekkti til bátsins frá því hann var smíðaður. Mikil vinna fór í að fá niðurfelldar eyðingarkröfur sem hvíldu á bátnum og var Húni II skráður aftur á skipaskrá 1995. Veturinn 1995-96 kviknaði sú hugmynd að gera Húna II að skemmtibát til dæmis fyrir sjóstangveiði og hvalaskoðun og hefur hann verið notaður sem slíkur síðan 1997. Fyrsta árið voru ferðirnar farnar frá Skagaströnd, en síðan 1997 frá Hafnarfirði. Rekstri bátsins var hætt haustið 2004 og báturinn seldur til Akureyrar þar sem hann er nú varðveittur sem safngripur í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira