Hrókurinn heimsækir munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq 4. ágúst 2006 17:00 Sigurður Pétursson í brúnni, á leið frá Kulusuk til Tasiilaq. Í gær fóru þrír af liðsmönnum Hróksins, þau Arnar Valgeirsson frá Rauða krossinum, Hulda Hákon myndlistarkona og Sigrún Baldvinsdóttir frá Reykjavíkurborg í heimsókn til Princesses Margrethes Börnehjem sem er heimili fyrir munaðarlaus börn og þau sem ekki geta verið hjá foreldrum sínum. Í fyrra fór fólk á vegum Hróksins þangað í tvígang og færði börnum þar gjafir frá íslenskum fyrirtækjum auk skáksetta frá Hróknum. Tilgangur heimsóknarinnar nú var að styrkja vináttuböndin, kynnast starfseminni betur og síðast en ekki síst að afhenda 25 glæsilegar skólatöskur frá KB banka, með ýmsu skóladóti frá Gjafavörum. Daninn Stig Jörgensen, sem stýrt hefur heimilinu í 32 ár var ákaflega glaður yfir þessum óvænta pakka og var ekki í vafa um að töskurnar kæmu að góðum notum. Pláss er fyrir 17 börn á heimilinu sem búa þar að staðaldri en það hendir einnig að nokkur börn í viðbót komi yfir helgar þegar foreldrar þeirra eiga erfitt með að hugsa um þau. Á heimilinu eru allt frá kornabörnum og upp í 18 ára unglinga. Stig Jörgensen sýndi gestum sínum ný húsakynni heimilisins sem flutt verður í á næstu mánuðum. Eru þau afar vistleg og mun greinilega fara vel um börnin á nýja staðnum. Fyrirmyndar íþróttahús hefur risið þar við hlið þar sem m.a. borðtennisborð og fleira sem tilheyrir frístundastarfi verður í boði. Gjörbreytir þetta allri aðstöðu en að sögn Stigs hefur biðin eftir nýju húsnæði tekið alllangan tíma sem þó hefur borgað sig. Grænlenska landstjórnin rekur heimilið auk 6 manna sambýlis fyrir geðfatlaða sem stendur örskammt frá hinu nýja húsnæði og heldur Stig utan um það heimili einnig ásamt starfsfólki sínu. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt Hróksmönnum lið í landnámi skáklistarinnar á Grænlandi og gefið varning sem kemur börnum á austurstönd Grænlands að notum. Lögð er áhersla á að öll börn sem taka þátt í þeim fjölmörgum barnaskákmótum sem Hrókurinn stendur fyrir fái verðlaun þannig að allir eru sigurvegarar. Áhuginn leynir sér heldur ekki þegar skákskóli Hróksins tekur til starfa á daginn, með þá Henrik Danielsen, Róbert Harðarson og Kjartan Guðmundsson í fararbroddi og voru um 50 börn mætt í félagsheimilið í Tasiilaq (sem gengur undir nafninu skákhöllin) á fimmtudag, 40 í Kulusuk á sama tíma, auk 54 barna sem tóku þátt í skákmóti í Kummiit undir styrkri stjórn félaga í Kátu biskupunum frá Hafnarfirði sem dvalist hafa þar í 3 daga. Gleðin leynir sér sem sagt ekki, hvort heldur sem er hjá grænlenskum börnum eða íslenskum leiðangursmönnum Hróksins. Lítil stúlka í Sermiligaaq kynnist töfraheimi skáklistarinnar í heimsókn Hróksins í vikunni. Þar var Henrik Danielsen skólastjóri Hróksins á ferð, ásamt liðsmönnum Kátra biskupa frá Hafnarfirði. Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Í gær fóru þrír af liðsmönnum Hróksins, þau Arnar Valgeirsson frá Rauða krossinum, Hulda Hákon myndlistarkona og Sigrún Baldvinsdóttir frá Reykjavíkurborg í heimsókn til Princesses Margrethes Börnehjem sem er heimili fyrir munaðarlaus börn og þau sem ekki geta verið hjá foreldrum sínum. Í fyrra fór fólk á vegum Hróksins þangað í tvígang og færði börnum þar gjafir frá íslenskum fyrirtækjum auk skáksetta frá Hróknum. Tilgangur heimsóknarinnar nú var að styrkja vináttuböndin, kynnast starfseminni betur og síðast en ekki síst að afhenda 25 glæsilegar skólatöskur frá KB banka, með ýmsu skóladóti frá Gjafavörum. Daninn Stig Jörgensen, sem stýrt hefur heimilinu í 32 ár var ákaflega glaður yfir þessum óvænta pakka og var ekki í vafa um að töskurnar kæmu að góðum notum. Pláss er fyrir 17 börn á heimilinu sem búa þar að staðaldri en það hendir einnig að nokkur börn í viðbót komi yfir helgar þegar foreldrar þeirra eiga erfitt með að hugsa um þau. Á heimilinu eru allt frá kornabörnum og upp í 18 ára unglinga. Stig Jörgensen sýndi gestum sínum ný húsakynni heimilisins sem flutt verður í á næstu mánuðum. Eru þau afar vistleg og mun greinilega fara vel um börnin á nýja staðnum. Fyrirmyndar íþróttahús hefur risið þar við hlið þar sem m.a. borðtennisborð og fleira sem tilheyrir frístundastarfi verður í boði. Gjörbreytir þetta allri aðstöðu en að sögn Stigs hefur biðin eftir nýju húsnæði tekið alllangan tíma sem þó hefur borgað sig. Grænlenska landstjórnin rekur heimilið auk 6 manna sambýlis fyrir geðfatlaða sem stendur örskammt frá hinu nýja húsnæði og heldur Stig utan um það heimili einnig ásamt starfsfólki sínu. Mörg íslensk fyrirtæki hafa lagt Hróksmönnum lið í landnámi skáklistarinnar á Grænlandi og gefið varning sem kemur börnum á austurstönd Grænlands að notum. Lögð er áhersla á að öll börn sem taka þátt í þeim fjölmörgum barnaskákmótum sem Hrókurinn stendur fyrir fái verðlaun þannig að allir eru sigurvegarar. Áhuginn leynir sér heldur ekki þegar skákskóli Hróksins tekur til starfa á daginn, með þá Henrik Danielsen, Róbert Harðarson og Kjartan Guðmundsson í fararbroddi og voru um 50 börn mætt í félagsheimilið í Tasiilaq (sem gengur undir nafninu skákhöllin) á fimmtudag, 40 í Kulusuk á sama tíma, auk 54 barna sem tóku þátt í skákmóti í Kummiit undir styrkri stjórn félaga í Kátu biskupunum frá Hafnarfirði sem dvalist hafa þar í 3 daga. Gleðin leynir sér sem sagt ekki, hvort heldur sem er hjá grænlenskum börnum eða íslenskum leiðangursmönnum Hróksins. Lítil stúlka í Sermiligaaq kynnist töfraheimi skáklistarinnar í heimsókn Hróksins í vikunni. Þar var Henrik Danielsen skólastjóri Hróksins á ferð, ásamt liðsmönnum Kátra biskupa frá Hafnarfirði.
Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira