Innlent

Samfylkingin minnir á lýðræðisleg réttindi borgaranna

Rétt er að minna yfirvöld á mikilvægi þess að virða lýðræðisleg réttindi borgaranna, segir í ályktun samráðsfundar Samfylkingarfélaganna í Reykjavík, í tilefni frétta af aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum og ferðafólki við Kárahnjúka. Ennfremur segir að það sé undarlegt að stjórnvöld, sem ekki síst geta þakkað tilveru sína hópi manna, sem stóð upp á þjóðfundinum 1851 og sagði: "VÉR MÓTMÆLUM", skuli ítrekað ganga fram með þessum hætti gagnvart friðsömum motmælendum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×