Sport

Lehmann íhugar að fara frá Arsenal

Jens Lehmann
Jens Lehmann Nordic photos/afp

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur látið í það skína að hann muni fara frá Arsenal að lokinni komandi leiktíð á Englandi, en hann hefur þegar gefið það út að hann ætli að leggja hanskana á hilluna að loknu Evrópumóti landsliða í Sviss og Austurríki sumarið 2008.

Lehmann hefur sagt að hann vilji gjarnan ljúka ferlinum heima í Þýskalandi þar sem hann hefur m.a. leikið með Schalke og Dortmund. Lehmann er 36 ára gamall og stóð sig frábærlega með Arsenal og landsliðinu á síðustu leiktíð.

"Ég lít þannig á að ég eigi tvö ár eftir í boltanum og ætla að hætta eftir EM 2008. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvort ég framlengi við Arsenal eða ekki, en ég hef alltaf sagt að það væri gaman að enda ferilinn í Þýskalandi," sagði Lehmann í samtali við þýska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×