Innlent

Kristinn H. býður sig fram til ritara

Kristinn H. Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til ritara á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Hann segir áherslur sínar í velferðarmálum og öðrum málaflokkum vera þau vopn sem flokkurinn þarf á að halda til að ná sínu fyrra fylgi.

Áður hafa Birkir J. Jónsson, þingmaður, og Haukur Logi Karlssonm, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, lýst framboði til embættis ritara en ritari flokksins er eitt þriggja embætta sem kosið verður í á þinginu.

Kristinn segir að staða Framsókanrflokksins sé erfið um þessar mundir og að vænlegasta leiðin til að snúa vörn í sókn fyrir flokkinn liggi í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á forystumönnum og frambjóðendum. Og Kristinn segist geta hjálpað flokknum við að endurheimta sitt gamla fylgi

Mikil eftirvænting ríkir innar framsóknarflokksins eftir fyrirhuguðu flokksþingi. Tveir hafa gefið kost á sér til formanns, þau Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jón Sigurðsson, Iðnaðar og trygging ráðherra. Mikill meirihluta þingflokks framsóknarflokksins hefur lýst yfir stuðningi við Jón.

Hins vegar er ekki eins ljóst hvern flokkurinn kýs til varaformanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×