Gerrard verður á hægri kanti 15. ágúst 2006 12:51 Steven Gerrard verður á hægri kantinum annað kvöld Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. McClaren ætlar sér að prófa nýja hluti í leiknum og hefur staðfest að Steven Gerrard muni leika á hægri kantinum í stað David Beckham, sem breskum sérfræðingum þykir bera vitni um að dagar fyrrum fyrirliðans séu taldir hjá enska landsliðinu. Þá ætlar McClaren að tefla Stewart Downing fram á vinstri kanti, en sá spilaði aðeins 50 mínútur undir Sven-Göran Eriksson á HM. McClaren þekkir vel til Downing eftir að hafa þjálfað hann hjá Middlesbrough um langt skeið. Framherjinn Jermain Defoe verður í fremstu víglínu ásamt Peter Crouch, en Defoe var ekki valinn í HM hóp Englendinga í sumar. "Ég talaði við Steven Gerrard og honum er alveg sama hvar hann spilar, svo lengi sem hann fær að spila fyrir England," sagði McClaren og bætti því við að hann hefði rætt við Rafa Benitez, stjóra Liverpool, um val sitt. "Gerrard spilaði lengst af á hægri kanti hjá Liverpool á síðustu leiktíð og skoraði þar 23 mörk, svo ég get ekki séð að sé galið að prófa hann þar," sagði McClaren. Hann hefur auk þess ákveðið að gefa Owen Hargreaves tækifæri gegn Grikkjum annað kvöld. Byrjunarlið Englendinga annað kvöld: Paul Robinson; Gary Neville, Rio Ferdinand, John Terry (fyrirliði), Ashley Cole; Steven Gerrard, Owen Hargreaves, Frank Lampard, Stewart Downing, Jermain Defoe, Peter Crouch. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira
Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, er strax farinn að valda nokkru fjaðrafoki í starfi sínu en hann stýrir enska liðinu í fyrsta sinn í æfingaleik gegn Grikkjum annað kvöld. Leikurinn verður spilaður á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. McClaren ætlar sér að prófa nýja hluti í leiknum og hefur staðfest að Steven Gerrard muni leika á hægri kantinum í stað David Beckham, sem breskum sérfræðingum þykir bera vitni um að dagar fyrrum fyrirliðans séu taldir hjá enska landsliðinu. Þá ætlar McClaren að tefla Stewart Downing fram á vinstri kanti, en sá spilaði aðeins 50 mínútur undir Sven-Göran Eriksson á HM. McClaren þekkir vel til Downing eftir að hafa þjálfað hann hjá Middlesbrough um langt skeið. Framherjinn Jermain Defoe verður í fremstu víglínu ásamt Peter Crouch, en Defoe var ekki valinn í HM hóp Englendinga í sumar. "Ég talaði við Steven Gerrard og honum er alveg sama hvar hann spilar, svo lengi sem hann fær að spila fyrir England," sagði McClaren og bætti því við að hann hefði rætt við Rafa Benitez, stjóra Liverpool, um val sitt. "Gerrard spilaði lengst af á hægri kanti hjá Liverpool á síðustu leiktíð og skoraði þar 23 mörk, svo ég get ekki séð að sé galið að prófa hann þar," sagði McClaren. Hann hefur auk þess ákveðið að gefa Owen Hargreaves tækifæri gegn Grikkjum annað kvöld. Byrjunarlið Englendinga annað kvöld: Paul Robinson; Gary Neville, Rio Ferdinand, John Terry (fyrirliði), Ashley Cole; Steven Gerrard, Owen Hargreaves, Frank Lampard, Stewart Downing, Jermain Defoe, Peter Crouch.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira