Lífið

Íslenska óperan gerir samstarfssamning

Kammersveitin hefur hlotið mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda fyrir flutning sinn og var ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005.
Kammersveitin hefur hlotið mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda fyrir flutning sinn og var ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005.

Sparisjóðurinn í Keflavík er einn af traustustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar og hefur um árabil lagt fram ákveðna fjárupphæð til stuðnings starfsemi hennar. Starfsárið 2006-2007 mun Sparisjóðurinn í Keflavík koma að kostun Öðruvísi Vínartónleika með Kammersveitinni Ísafold, ásamt söngvurunum Ágúst Ólafsson, baritón, og Huldu Björk Garðarsdóttur, sópran, sem haldnir verða í Keflavík og Íslensku óperunni í janúar 2007.

Kammersveitin Ísafold var stofnuð árið 2003 og sérhæfir sig í flutningi tónlistar 20. og 21. aldar. Sveitin hefur hlotið mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda fyrir flutning sinn og var ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar- og samtímatónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×