Lífið

Mannlíf - minjar og menning í Garðinum

Formannagröf í garði
Formannagröf í garði

Menningar- og sögutengd ganga og fræðsla um Garð verður farin laugardaginn 19. ágúst. Gangan hefst við Íþróttahúsið kl. 11:00 og er liður í dagskrá Sólseturshátíðarinnar í Garði.

Gengið verður að fornmannagröf og saga hennar rifjuð upp. Gengið innan síkjanna niður að bryggju og rifjuð upp saga sjósóknar og þróun byggðar. Gengið með ströndinni skoðaðar varir og sagt frá sjósköðum fyrri tíma. Haldið að Útskálakirkju, saga kirkjunnar í megindráttum sem og umhverfi hennar. Gengið verður að Skagagarðinum (talinn vera allt að 1000 ára) sem enn er greinanlegur. Gangan er greiðfær en að smá hluta í grasi.

Leiðsögumenn Reykjaness sjá um fræðsluna og leiða gönguna. Gangan er í boði Sveitarfélagsins í Garði og tekur um eina til tvær klukkustundir.

 

 

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×