Eigendur Dell-fartölva kanni framleiðslunúmer rafhlöðu 15. ágúst 2006 15:22 Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Flestar rafhlaðnanna, eða þrjár milljónir, voru seldar í Bandaríkjunum. Fram kemur á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Greint er frá því á fréttavef Politkien að 30 þúsund tölvur verði innkallaðar þar í landi vegna vandans en hér á landi hefur EJS umboð fyrir Dell. Þar á bæ hafa menn ekki fengið neinar kvartanir vegna elds í fartölvurafhlöðum og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að eftirgrennslan hafi leitt í ljós að að engin að þeim fartölvum sem nú eru til sölu hjá fyrirtækinu séu með rafhlöður sem kallaðar hafa verið inn. Hins vegar eru eigendur Dell-fartölva beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS, ejs.is, og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer. Ef svo sé er fólk beðið um að hafa samband við fyrirtækið fyrir frekari upplýsingar. Að sögn Halldórs Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs EJS, er erfitt fyrir fyrirtækið að átta sig á hvort vélar með gallaðar rafhlöður hafi verið seldar hér á landi þar sem um er að ræða framleiðslunúmer rafhlöðunnar en ekki tölvunnar. EJS taki því það skref að biðja viðskiptavini að kanna rafhlöður sínar en fyrirtækið muni áfram reyna að komast að því hvort og þá hve margar vélar séu með gallaðar rafhlöður hér á landi. Hann segir að jafnvel þótt rafhlaða hafi framleiðslunúmer sem tilgreint sé á heimasíðunni sé ekki víst að hún sé gölluð en ef svo reynist vera fái viðskiptavinir að sjálfsögðu nýja rafhlöðu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira