Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka í Noregi

Seðlabanki Noregs ákvað að hækka stýrivexti sína um 25 punkta í dag og munu stýrivextir í landinu standa í 3 prósentum eftir breytinguna sem tekur gildi á morgun. 

Að sögn fréttastofu Associated Press er mikil uppsveifla í norsku efnahagslífi vegna verðhækkandi á hráolíu.

Stjórn Seðlabankans sagði í tilkynningu í dag að líkur séu á frekari hækkun stýrivaxta í Noregi á næstunni en stefnt sé að því að halda verðbólgu í 2,5 prósentum næstu tvö árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×