Sport

Faðir Chris Kirkland 10 þúsund pundum ríkari

Chris Kirkland gerði pabba sínum góðan greiða í kvöld þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga
Chris Kirkland gerði pabba sínum góðan greiða í kvöld þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga NordicPhotos/GettyImages

Englendingar hafa gert eina breytingu á liði sínu í síðari hálfleiknum gegn Grikkjum á Old Trafford. Markvörðurinn Chris Kirkland er kominn inn í enska liðið í stað Paul Robinson og það þýðir að faðir Kirkland er orðinn 10 þúsund pundum ríkari.

Þannig vill til að faðir Kirkland fór í enska veðbanka fyrir nokkrum árum og lagði inn veðmál um að sonur sinn ætti eftir að spila leik fyrir enska landsliðið. Líkurnar voru metnar 100 gegn 1 og því er sá gamli 10 þúsund pundum ríkari eftir að sonur hans spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld.

Grikkirnir eru miklu sprækari í upphafi síðari hálfleiks og hafa átt tvö dauðafæri, sem enskum tókst að verja á marklínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×