Þjóðverjar lögðu Svía 3-0 16. ágúst 2006 21:06 Miroslav Klose hélt uppteknum hætti frá HM og skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja á Schalke Arena, en hann var fyrir leikinn sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn besti leikmaður síðustu leiktíðar í þýsku úrvalsdeildinni Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld. Írar fengu þungan skell á heimavelli sínum þegar þeir tóku á móti Hollendingum í Dublin og töpuðu 4-0. Það var hinn ungi framherji Klaas Jan Huntelaar sem stal senunni í leiknum og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Robin van Persie og Arjen Robben skoruðu sitt markið hvor. Þetta var versta tap Íra á heimavelli í fjóra áratugi. Þess má geta að Írar voru án fjölda lykilmanna í leiknum, þar á meðal þeirra Robbie Keane, Shay Given, Damien Duff, Richard Dunne og Ian Harte. Brasilíumenn mættu til Osló án sinna stærstu stjarna og náðu aðeins jafntefli við Norðmenn 1-1. Þetta var fyrsti leikur Brassa undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Dunga, en Norðmenn eru taplausir í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Brasilíumönnum. Morten Gamst Pedersen skoraði mark Norðmanna í leiknum, en framherjinn Carvalho jafnaði fyrir Brasilíumenn. Norður-Írar, mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni EM, unnu góðan sigur á Finnum í Helskinki 2-1. David Healy, leikmaður Leeds, skoraði fyrra mark írska liðsins í sínum 50. landsleik. Heimsmeistarar Ítala fengu óvæntan skell á heimavelli þegar þeir töpuðu 2-0 fyrir Króötum, en ítalska liðið var byggt upp á leikmönnum sem fengu ekki tækifæri á HM í sumar. Þá má loks geta þess að Guus Hiddink byrjaði feril sinn vel sem landsliðsþjálfari Rússa þegar lið hans lagði Letta 1-0, Danir lögðu Pólverja 2-0, Tékkar lágu 3-1 heima fyrir Serbum í kveðjuleik Pavel Nedved og Frakkar lögðu Bosníumenn 2-1 á útivelli.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira