Innlent

Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa áhyggjur af vaktakerfi

Alþjóðasamtök flugumferðastjóra lýsa áhyggjum vegna nýs vaktakerfis íslenskra flugumferðastjóra. Flugumferðarstjórar hafa neitað að vinna yfirvinnu frá því nýtt vaktakerfi var innleitt hjá Flugmálastjórn um miðjan marsmánuð.

Í bréfi til Félags íslenskra flugumferðastjóra, segja alþjóðasamtök flugumferðarstjóra  afleiðingar og áhrif óreglulegs vaktakerfis á heilsu og félagslíf starfsmanna áhyggjuefni. Einnig er lýst óánægju með að Flugmálastjórn Íslands hafi neytt veikann flugumferðarstjóra til starfa,  eins og forystumenn Flugumferðarstjórafélags Íslands hafa fullyrt að gert hafi verið.

Alþjóðasamtökin segja slík vinnubrögð óréttlætanleg. Þau gangi þvert á tilraunir alþjóðlegs flugsamfélags sem og Flugmálastjórnar Íslands til að vinna að auknu flugöryggi. Samtökin lýsa yfir stuðningi við mótmæli Félags íslenskra flugumferðastjóra gegn nýju vaktakerfi, sem halda því fram að kerfið geti dregið úr öryggi og hagkvæmni flugstjórnar á íslenska flugstjórnarsvæðinu.  Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra skora á íslensk stjórnvöld að íhuga þau áhrif, sem þau kalla illa hannað vaktakerfi, geti haft á hæfni starfsmanna í flugstjórn.

Samgönguráðherra ákvað í byrjun mánaðarins að kalla óvilhalla aðila til að kanna afleiðiingar nýja vaktakerfisins en félagsdómur hefur úrskurðað að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að taka vaktakerfið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×