Innlent

Varar við íshellunum við Hrafntinnusker

Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og göngugarpur.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og göngugarpur. MYND/Einar Falur Ingólfsson

Kunnur göngugarpur og höfundur leiðsögubóka ráðleggur göngufólki að hætta sér ekki í íshellana við Hrafntinnusker þar sem erlendur ferðamaður lést í gær. Hann segir að fólk verði að vera við öllu búið í ferðum um hálendi Íslands.

Lögregla telur að fimm til sex tonn af ís hafi hrunið úr lofti íshellisins við Hraftinnusker á 38 ára þýskan ferðamann. Hrafntinnusker er viðkomustaður á Laugaveginum, einni vinsælustu gönguleið Íslands sem Páll Ásgeir Ásgeirson blaðamaður hefur skrifað bók um.

Hann varar fólk við því að fara í íshellana. Hann segir ferðamenn þurfa að vera við öllu búna í ferðum um íslenska náttúru.

Minni snjór er nú á svæðinu við Hrafntinnusker en hefur verið síðustu ár. Hlýindi og rigningar hafa sett svip sinn á sumarið. Líklegt er talið að maðurinn sem varð undir hruninu hafi látist samstundis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×