Lífið

Hljómsveitin Miri stígur á stokk

Hljómsveitin Miri kemur að austan og því sjaldséðnir í höfuðborginni.
Hljómsveitin Miri kemur að austan og því sjaldséðnir í höfuðborginni.

Hljómsveitin Miri leikur í dag á hljómleikum í gallerí humar & frægð kl. 17. Klukkan 21.00 hefjast svo tónleikar í tónleikaröð Smekkleysu og Reykjavík Grapevine ásamt Lödu Sport og Bertel. Þeir tónleikar verða haldnir á Amsterdam og kostar 500 kr. inn.

Á menningarnótt mun Miri leika á tónleikum í lækjargötunni á vegum hins hússins ásamt Sudden weather change, Jakóbínarínu, Mammút, my summer as a salvation soldier ofl. Reiknað er með að Miri stigi á svið milli 15.30 og 16.00

Miri gaf út stuttskífuna Fallegt Þorp síðastliðið haust og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Fallet Þorp inniheldur fjögur prýðis góð lög og er hægt að nálgast hana í Smekkleysu plötubúð og á tónleikum sveitarinnar.

Fallegt þorp má heyra í heild sinni á www.myspace.com/mirimusic

Þar sem að meðlimir Miri koma allir frá austurströnd landsins þá er það ekki á hverjum degi sem þeir hefja upp raust sína í höfuðborginni. Það væri því ánægjulegt að sjá sem flesta á tónleikum sveitarinnar í dag eða á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×