Jón Baldvin hafnaði myndun vinstri stjórnar 1995 18. ágúst 2006 22:28 Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem fyrst var mynduð árið 1995 og starfar enn eftir tvennar kosningar, er einhver mesta framfarastjórn Íslandssögunnar. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins. Halldór sagði flokksmenn geta verið stolta af verkum ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn væri og hefði frá fornu fari verið höfuðandstæðingur Framsóknarflokksins en samstarf þessara tveggja flokka undanfarin ellefu ár hefði verið einstaklega farsælt. "Því heyrist stundum fleygt af vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum að Framsóknarflokkurinn hafi gerst einhver hækja íhaldsins, eins og þeir orða það, í þessu samstarfi. Það er fjarri öllum sanni," sagði Halldór Ásgrímsson og bætti við að áhrif Framsóknarflokksins í samastarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið meiri ef eitthvað er. "En færri vita að í kringum alþingiskosningarnar árið 1995 áttu sér stað óformlegar þreifingar um samstarf til vinstri. Þá kvað þáverandi formaður Alþýðuflokksins sáluga upp úr með það að hann vildi fremur áframhaldandi samstarf með Sjálfstæðisflokknum og ekkert varð úr þeim viðræðum," sagði Halldór Ásgrímsson. Að loknum kosningunum 1995 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völdum og situr enn. Allan þann tíma hafa flokkarnir á vinstri vængnum verið utan landsstjórnar. "Og ég er ekki í neinum vafa um að það var rétt og farsæl ákvörðun hjá okkur að semja við Sjálfstæðismenn og ég lít stoltur til baka yfir þessi 11 ár sem liðin eru síðan þá," sagði Halldór Ásgrímsson Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem fyrst var mynduð árið 1995 og starfar enn eftir tvennar kosningar, er einhver mesta framfarastjórn Íslandssögunnar. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins. Halldór sagði flokksmenn geta verið stolta af verkum ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn væri og hefði frá fornu fari verið höfuðandstæðingur Framsóknarflokksins en samstarf þessara tveggja flokka undanfarin ellefu ár hefði verið einstaklega farsælt. "Því heyrist stundum fleygt af vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum að Framsóknarflokkurinn hafi gerst einhver hækja íhaldsins, eins og þeir orða það, í þessu samstarfi. Það er fjarri öllum sanni," sagði Halldór Ásgrímsson og bætti við að áhrif Framsóknarflokksins í samastarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið meiri ef eitthvað er. "En færri vita að í kringum alþingiskosningarnar árið 1995 áttu sér stað óformlegar þreifingar um samstarf til vinstri. Þá kvað þáverandi formaður Alþýðuflokksins sáluga upp úr með það að hann vildi fremur áframhaldandi samstarf með Sjálfstæðisflokknum og ekkert varð úr þeim viðræðum," sagði Halldór Ásgrímsson. Að loknum kosningunum 1995 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völdum og situr enn. Allan þann tíma hafa flokkarnir á vinstri vængnum verið utan landsstjórnar. "Og ég er ekki í neinum vafa um að það var rétt og farsæl ákvörðun hjá okkur að semja við Sjálfstæðismenn og ég lít stoltur til baka yfir þessi 11 ár sem liðin eru síðan þá," sagði Halldór Ásgrímsson
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Sjá meira