Innlent

Sæunn nýr ritari Framsóknarflokksins

Sæunn Stefánsdóttir er nýr ritari Framsóknarflokksins.
Sæunn Stefánsdóttir er nýr ritari Framsóknarflokksins. MYND/Einar Ólason

Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er nýr ritari Framsóknarflokksins en hún var kjörinn í það embætti á flokksþingi fyrir stundu. Sæunn hlaut afgerandi kosningu eða 75,43% atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Haukur Logi Karlsson, hlaut 14,19% atkvæða.

Áður höfðu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson dregið framboð sín til baka og hvatt til þess að Sæunn yrði kosin í embættið.

Sæunn var aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar, fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og tekur sæti á þingi í stað Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×