Sport

Chelsea spilar leiðinlegan bolta

Cesc Fabregas er ekki hrifinn af spilamennsku Chelsea
Cesc Fabregas er ekki hrifinn af spilamennsku Chelsea NordicPhotos/GettyImages

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að þó hann beri virðingu fyrir sterku liði Englandsmeistara Chelsea, spili það leiðinlega knattspyrnu. Hann segir Arsenal, Barcelona og AC Milan spila skemmtilegustu knattspyrnu allra Evrópuliðanna.

"Við erum eitt af bestu sóknarliðum Evrópu og við vitum að ef við náum að halda hreinu í leikjum okkar, eigum við alltaf góða möguleika því við náum yfirleitt að skora mörk. Chelsea er frábært knattspyrnulið sem ég ber mikla virðingu fyrir, en þeir eru ekki sérlega skemmtilegt lið á að horfa.

Leikmennirnir eru líkamlega sterkir og liðið beitir oft löngum sendingum og treystir á að vinna seinni bolta. Við spilum allt öðruvísi og að mínu mati spilum við skemmtilegasta boltann ásamt Barcelona og AC Milan," sagði Fabregas í samtali við The Sun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×