Vopnahlésbrot segja Líbanar 19. ágúst 2006 19:00 Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst. Erlent Fréttir Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst.
Erlent Fréttir Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira