Innlent

Þéttir og bætir ríkisstjórnina

Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsóknarmanna til þess fallna að þétta og bæta ríkisstjórnarsamstarfið. Hann segir þó ómögulegt að spá hvort verulegar áherslubreytingar fylgi nýrri forustu. „Ég tel fullvíst að við í Sjálfstæðisflokknum eigum áfram gott samstarf við ráðherra Framsóknarflokksins.“

Geir segir þau Jón Sigurðsson formann, Guðna Ágústsson varaformann og Sæunni Stefánsdóttur ritara, vel að sínum embættum komin. Hann telur þó mikla eftirsjá að Halldóri Ásgrímssyni úr stjórnmálum „Við höfum átt gott samstarf sem staðið hefur í áratugi,“ sagði Geir á Kárahnjúkum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×