Innlent

Skútusiglingar vinsælar um Vestfirði

Mynd/Vísir

Skútusiglingar um Vestfirði eru það nýjasta í ferðaþjónustu á Ísafirði og láta vinsældirnar ekki á sér standa. Eigendur skútunnar sjá mikla möguleika með skútusiglingar og spá miklum uppgangi í þessari grein ferðaþjónustu.

Ísfirðingarnir Sigurður Jónsson og Rúnar Óli Karlsson eru eigendur skútunnar Auroru sem er 60 fet að stærð. Í félagi við fjárfesta festu þeir kaup á skútunni og sigldu henni til Íslands í maí síðastliðnum frá Porsmouth á Englandi. Þeir hafa farið í tvær vikulangar ferðir í sumar auk styttri ferða um Ísafjarðardjúp, Jökulfirði og Strandir. Þá sigldu þeir nýverið til Grænlands til að kanna möguleika til ferða þangað. Næsta sumar munu enn fleiri ferðir verða í boði.

Sigurður og Rúnar segjast leggja ríka áherslu við kynningu skútusiglinganna að á Íslandi sé allra veðra von. Þeir segja að hægt sé að selja alls konar veður en það sé þó innihald ferðanna sem skipti öllu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×