Innlent

Fulltrúar Norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka kallaðir af vettvangi

Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinna á Srí Lanka, Ulf Henricsson, hefur ákveðið að kalla alla sína fulltrúa til höfuðstöðvanna í Colombo. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða þar sem átök hafa harðnað á átakasvæðunum og fulltrúum norrænu eftirlitssveitarinnar hefur verið hamlaður aðgangur að svæðum þar sem grunur er á um brot á vopnahléssamkomulaginu. Í Colombo mun starfsemi sveitarinnar verða endurskipulögð þar sem 39 eftirlitsmenn munu hætta þáttöku í sveitinni. Þeir eru frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð en fyrirhugað er að fjölga fulltrúum frá Íslandi og Noregi. Norræna eftirlitssveitin mun hefja störf að nýju þegar endurskiplulagningu er lokið og öryggi starfsmanna á átakasvæðunum telst tryggt.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×