Hunsa boð um rússneskar þyrlur 21. ágúst 2006 19:07 Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira