Sjávarréttapasta Höllu Margrétar 21. ágúst 2006 22:01 Halla Margrét Halla Margrét studdist við ítalska uppskrift af Tagliatelle alla Vongole. Vongole er smár skelfiskur sem ekki fæst á Íslandi. Halla Margrét brá þá á það ráð að íslenska uppskriftina og bætti við eftirlætis íslensku sjávarhráefni sínu. Ómissandi er að bera réttinn fram með kældu ítölsku hvítvíni. Buon appetito! Sjávarréttapasta fyrir fjóra 500-600 g tagliatelle eggjapasta 1 dl ólífuolía 5 hvítlauksgeirar, saxaðir 1/2 laukur, saxaður 1/2 púrrulaukur, sneiddur 400 g smokkfiskur, sneiddur 4 tsk sætt karrý Safi úr 1 sítrónu 2 1/2 dl hvítvín handfylli af steinselju, söxuð 200 g humar 500 g rækjur nýmalaður pipar og salt Hitið saltvatn í rúmum potti fyrir pastað. Hellið ólífuolíunni á stóra pönnu eða pott og steikið hvítlaukinn, laukinn og púrrulaukinn. Bætið smokkfisknum út í og kryddið með karrýi. Hellið sítrónusafa og hvítvíni út í og látið sjóða í 2-3 mínútur eða þar til sósan þykknar örlítið og slökkvið á hellunni. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Bætið steinselju, humri og rækjum út á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Sigtið vatnið frá pastanu og bætið því út á pönnunna og blandið vel saman. Setjið á fjóra diska og skreytið með steinselju. Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Halla Margrét studdist við ítalska uppskrift af Tagliatelle alla Vongole. Vongole er smár skelfiskur sem ekki fæst á Íslandi. Halla Margrét brá þá á það ráð að íslenska uppskriftina og bætti við eftirlætis íslensku sjávarhráefni sínu. Ómissandi er að bera réttinn fram með kældu ítölsku hvítvíni. Buon appetito! Sjávarréttapasta fyrir fjóra 500-600 g tagliatelle eggjapasta 1 dl ólífuolía 5 hvítlauksgeirar, saxaðir 1/2 laukur, saxaður 1/2 púrrulaukur, sneiddur 400 g smokkfiskur, sneiddur 4 tsk sætt karrý Safi úr 1 sítrónu 2 1/2 dl hvítvín handfylli af steinselju, söxuð 200 g humar 500 g rækjur nýmalaður pipar og salt Hitið saltvatn í rúmum potti fyrir pastað. Hellið ólífuolíunni á stóra pönnu eða pott og steikið hvítlaukinn, laukinn og púrrulaukinn. Bætið smokkfisknum út í og kryddið með karrýi. Hellið sítrónusafa og hvítvíni út í og látið sjóða í 2-3 mínútur eða þar til sósan þykknar örlítið og slökkvið á hellunni. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Bætið steinselju, humri og rækjum út á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Sigtið vatnið frá pastanu og bætið því út á pönnunna og blandið vel saman. Setjið á fjóra diska og skreytið með steinselju.
Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira