Innlent

Þreifingar um kosningabandalag milli stjórnarandstöðuflokka

MYND/GVA

Stutt virðist í að kosningabandalag verði myndað milli Vinstrihreyfingar grænt framboð og Samfylkingarinnar, ef marka má nýfallin ummæli formanna þessara flokka.

Í nýlegri skoðanakönnun Gallups kom fram að fylgi við flokkana vinstri hreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna er nánast jafnt. Um 22% stuðningur sé við hvorn flokk og hefur útkomunni verið líkt við parhús þeirra.

Við þetta tilefni voru formennirnir, Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðaðir í Ísland í dag og viðurkenndu þau að óformlegar þreifingar hefðu verið um kosningabandalag þeirra á milli. Þeim þætti nauðsynlegt að stilla saman strengi stjórnarandstöðu ef markmið þeirra væri að koma núverandi stjórn frá völdum.

þetta óformlega bandalag segja þau vera eðlileg viðbrögð við því sem þau kalla "samsplæsingu" Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Og benti Ingibjörg máli sínu til stuðnings á ummæli Geirs H. Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins, um að hann hugsaði sér gott til glóðarinnar, þegar tilkynnt hafði verið um formannskjör í Framsóknarflokknum nú um helgina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×