Innlent

Bæjarráð Bolungarvíkur vill sjúkraflugvél á Ísafjörð í vetur

Bolungarvík
Bolungarvík

Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir óánægju sinni með þá ákvörðun að sjúkraflugvél skuli ekki vera staðsett á Ísafirði í vetur og skorar á heilbrigðisyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína. Í ályktun bæjarráðs segir að þær aðstæður geti komið upp að ekki sé hægt að lenda á Ísafjarðarflugvelli en yfirleitt muni vera mögulegt að fljúga þaðan.

Endurbótum er nýlokið á Þingeyrarflugvelli og flugbrautin lengd. Bæjarráð Bolungarvíkur segir hins vegar enga reynslu komna á það hvernig hann muni reynast í þessu sambandi og enn sé ekki hægt að fljúga næturflug til Vestfjarða nema við sérstaklega góðar aðstæður. Því sé mikilvægt að tryggja áframhaldandi öryggi varðandi sjúkraflugið og bæjarráð telji það einungis gert með því að hafa sjúkraflugvél staðsetta á Ísafjarðarflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×